Ég er í smá vandræðum með hárið á mér..
Ég er með þurrt og soldið erfitt hár og ég hef prófað hin ýmsu sjampó og hárnæringarefni og ekkert virkar á hárið á mér lengur.
Og svona sprey sem eiga að hjálpa hárinu á manni gera hárið á mér bara fitugt að sjá og hálf ógeðslegt!
Og ég er vel ljóshærð þannig það sést um leið og það byrjar að verða skítugt eða fitugt sem er alveg hræðilegt!
Ég hef líka prófað að sleppa hárnæringu og notað ilmarlaus sjampó og svona.. Meirasegja barna sjampó! xD

Og svo stundum langar mig að slétta á mér hárið, sem er ekki oft lengur. Slétti á mér hárið nánast ALDREI og núna er ég eiginlega gottsem hætt því.

Þar sem hárið á mér verður fitugt þegar ég slétti á mér hárið !? sem ég skil ekki, nýkomin úr sturtu með hreint hár! og seinast notaði ég nýja sléttu járnið hennar mömmu.. Ónotað..

Og hárið varð bara fitugt og ógeðslegt.. Og ég prófaði efni sem á að verja hárið gegn hita og er með vítamínum í..

Hjálpar EKKERT. Og ég er að flippa út á þessu! ekkert virkar. Og ef ég sleppi hárnæringu og svona, þá verður hárið á mér bara verra og verra! :/

Soldið hopeless case er ég farin að halda, einhver sem lumar á einhverju töfra ráði ?
Því ég fer bráðum liggur við að snoða mig og láta það vaxa upp á nýtt O_o

Kannski ekki bókstaflega..