Ég er að verða KLIKKUÐ!

Ég er orðin 18 ára og hef aldrei verið með neitt alvarlegt bóluvesen á ævinni. Kannski fengið eina og eina eins og flest allt venjulegt fólk.

En núna síðastliðna mánuði hef ég verið að steypast útí bólum! Ég er með blandaða húð og hef venjulega alltaf fengið bara bólur á T-svæðið (enni, nef og haka), en ég er að fá bólur á kinnarnar plús þurrkubletti hér og þar :(

Húðin mín er að gera einhverja uppreisn á mér og ég er að gefast upp..
Ég hugsa ekki illa um húðina á mér, þvæ hana vel, en ekki of oft. Ég nota cleansing milk, rakakrem og púður, allt frá kanebo, en ég nota stundum fljótandi farða frá Body shop og skrúbba hana reglulega, eins og ég hef alltaf gert.

Ég veit bara ekki hvað ég á að gera :(
Þetta er samt ekki það alvarlegt að ég þurfi að fara á lyf, en ég vil bara ekki hafa svona slæma húð alltaf hreint.

Ég bara veit orðið ekki lengur hvort ég sé með þurra, feita eða blandaða húð, því hún skiptist bara á að vera þurr og feit. Held að ég sé bara orðin vangefin eða eitthvað?

Myndi vel þiggja hjálp, takk.