Síðan ég var lítil, hef ég alltaf verið með ljóst hár.
Þegar ég varð 14 ára, byrjaði það að dekkjast og ég vildi endilega lýsa það.
Þá byrjaði ég að setja í það ljósar strípur. Ég gerði það í rúmlega tvö ár. Og það var alltaf jafn mikið vesen að setja í það strípur. Það var alltaf mjög dýrt og tók langan tíma og ég fékk strax rót, sem að ég lét yfirleitt vera í langan tíma af því að ég þurfti alltaf að borga fyrir þetta sjálf og ég átti alls ekki nóg af peningum til að strípa það svona oft.

Síðan síðan í október í fyrra hafði vinkona mín verið að suða í mér að ég eigi að lita hárið á mér dökkt. Hún hélt að það myndi fara mér vel, en ég þorði því aldrei. Ég elskaði að vera ljóshærð en ég þurfti að breyta einhverju af því að það var ekki séns að ég myndi breyta hárgreiðslunni minni eitthvað.

Fyrir síðustu jól ákvað ég að kýla á það og lita hárið á mér dökkt. Ég ætlaði að lita það eins líkt mínum upphaflega hárlit og ég mögulega gat, svo að ég myndi sleppa við allt vesen í sambandi við rót og þannig.

Ég litaði hárið og liturinn var fínn. Hann var ekki of dökkur, þannig að þetta var mikil breyting en ég var samt ótrúlega sár þegar ég kom heim af hárgreiðslustofunni, að ljósa hárið mitt var farið. Síðan þegar liturinn fór aðeins að dofna, þá kom í ljós að það var rosalega mislitt (útaf strípunum) og ég var frekar fúl.
En hárgreiðslukonan sagði að ég þyrfti að koma aftur fljótlega og gera þetta aftur, svo að þetta yrði jafnara og svo að liturinn myndi ekki enda svona dofinn.

Ég beið nú aðeins með að koma aftur, enda alveg nógu mikil breyting í bili.

Síðan fór vinkona mín að suða í mér aftur. Núna vildi hún endilega að ég myndi lita það mjög dökkt, alveg næstum því svart. Ég sagði bara þvert nei, mér datt það ekki í hug. En síðan fór ég að hugsa málið og ég hélt að það myndi vera betra að lita það bara AÐEINS dekkra en það var, til að losna við mislitunina í því.

Í dag fór ég síðan inná hárgreiðslustofuna, valdi mér lit og ég valdi mér alltof dökkan lit, af því að ég var að hugsa um að gera þessari vinkonu minni til geðs og lita það aðeins djarfara en það var.

Ég lita hárið. Hárið verður næstum því svart (sem er ekki eins og ég vildi hafa það), ennþá mislitt og fer mér ekki vel. Ég er óóóóótrúlega sár! Ég er ekki þessi týpa sem að er með svart eða mjög dökkt hár. Ég er týpa sem á að vera með ljóst hár. (Að mínu mati.) Og núna sé ég eftir heila klabbinu hrikalega mikið.

Og núna langar mig að spyrja; er það mikið vesen að lita hárið aftur ljóst? Ætti ég að bíða með það? Ætti ég að sleppa því (af því að ég er með svo dökka rót)?

Hvað á ég núna að gera?

- Ljóskan sem að er með svart hár :( !
Lastu Þetta?..