Heil og sæl.

Þannig er semsagt mál með vexti að ég er með svart hár og hyggst lita það ljóst. Ég er búin að vera með dökkt hár lengi og mig langar svo að breyta eitthvað til og gera það ljóst, en ég er soldið hrædd um að hárið skemmist eitthvað… Ég er búin að vera að lita hárið á mér síðan í 8/9 bekk og er núna á fyrsta ári í menntó… þannig að það gæti verið í betra ástandi en er alls ekki þurrt því það leið alltaf svona 4-6 mánuðir á milli að ég litaði.
Haldiði að hárið muni skemmast mikið, þ.e.a.s ef ég fer á hárgreiðslustofu?
hehe