Ég er enginn sérfræðingur í svona og veit voða lítið og hvað er beinlínis “venjulegt”. Kannski mun vera erfitt að svara þessum spurningum, og jafnvel ekki hægt en endilega skrifið skoðannir. Þetta eru líka bara asnalegar spurningar, er aðallega bara að spyrja ykkur hvað ykkur finnst rétt og rangt, ekki “venjulegt”, það er ekkert sem er kallað venjulegt í rauninni.

T.d. Þyngd.. það er miðað við hæð? Ég er 165cm. Hvað ætti ég þá að vera þung. Hvað er að vera feitur, mér finnst margt fólk feitt en flestum finnst það ekki, er þetta bara hvað hugurinn segir manni..

Hæð: Hvað er “venjulegt” fyrir stelpur að vera hávaxnarn eða stráka.

Hvernig maður málar sig.. Er “venjulegt” að meika sig á hverjum degi eða vera með bara maskara eða eyeliner. Á maður nokkuð að vera að mála sig of mikið í grunnskóla? eða jafnvel eldri.. Á maður bara alltaf að vera málaður til þess að fólk taki eftir mann eða öfugt? Af hverju er eins og það sé bara skylda að mála sig! Flestir gera það þannig fleiri og fleiri gera það.. hálfgert hópþrýstingur.. Sumir mála sig ekki og það er oftast frekar sjaldgæft á þessum aldri.. Og þegar maður allt í einu kemur í skólann ómálaður er það bara “vó”.. svafstu yfir þig?! :O

Klæðnaður.. Skiptir einhverju máli hvort maður klæði sig alveg eins og allir eða hafi bara “sér stíl”. Er venjulegt að hafa stíl eða er venjulegt að fylgja því fólki sem maður hengur með. Í flestum tilvikjum væri fáránlegt að vilja klæða sig öðruvísi en flestir gera þar sem það er bara “óvenjulegt”, en mér finnst það skiljanlegt ef fólk vilja ekki líta út eins og flestir, á maður bara alltaf að fylgja tískunni? Stundum er það flott en ef ekki, til hvers að vera í einhverju sem manni finnst bara ekkert serstaklega flott?


Þetta var bara smá flipp, dæmigert eitthvað sem margir eiga eftir að vera ósammála. Ég er ekkert að dissa neinn, kann frekar illa að segja hluti svo fólk skilji hvað ég er að meina. Plz engin hræðileg komment.
kengúúrúúú-íííís