Mér var allt í einu hugsad til þess, þegar einhver sagði “á nýju ári ný tækifæri”, til thess hvada breytingar ég hef gengið í gengum síðustu 3 árin. það sem ad mér langar, svona bara í gamni, ad þið komið með hvaða breytingar þið hafið gengið í gengum á síðustu árum, þið ráðið hvar þið byrjið. Útlitslega séð og jafnframt reynslulega séð.

Ég skal byrja.

Áramótin 2006 var ég í 10 bekk. Ég var síðhærður, bólugrafinn med gleraugu. Mér var sama um útlitið, gekk í hljómsveitabolum og yfirleitt í somu gallabuxunum. Ég fór jú í sturtu á hverjum einasta degi, stundum jafnvel oftar en ég notaði aldrei svitalyktareyði vegna thess ad ég bara hreynlega þekti ekkert á svoleidis dót, átti engin eldri systkini eda frændsystkini, eins og hinir strákarnir, til ad hjálpa mér vid svoleidis drasl og ég var enginn frumkvoðull í mér til ad experimenta. Svo var þad pínu vandræðanlegt ad vera ad fara spyrja hina strákana einhvernveginn..

Mér gekk jafnframt illa med gellurnar vegna þess ad sjálfstraustið var ekki neitt til ad hrópa húrra fyrir og var eiginlega bara staddur í pínu vítahring. Ég var ekki þunglindur eda neitt thannig, thessi ár voru rosalega skemtileg. Ég átti fult af vinum, jafnt stelpu sem strákavini, en ég þorði aldrei ad ganga lengra med stelpunum eins og hinir strákarnir. þarsem ad ég leit þannig á það ad þetta væri mín ýmind í bekknum og jafnframt nokkurnveginn mitt hlutverk (nokkud kjánalegt, ég veit) þá þordi ég ekki ad klippa mig og svo framveigis.

Svo líður tíminn og ég er kominn í framhaldsskóla. Ég er enþá sídhaerður, enþá í somu ljótu gallabuxunum, ef ekki verri núna. Svo allt í einu gerist eitthvað, madur þroskaðist og longunin til þess ad prófa sig áfram med hinu kyninu kom líka rosalega stekt inn. Svo einn daginn, allt í einu bara (Skyndiákvorðun einn daginn eftir skóla) þá rolti ég til rakara og læt hann raka mig stutt. Nokkrum dogum síðar fer ég og fae mér lynsur. Á 2-3 vikum (það var frekar ógnvekjandi ad breyta ollu, en ég ákvað þad bara allt í einu hér og nú breytist ég) breytti ég eiginlega ollu. Fór og keypti mér einhverjar dísel buxur afþví ad þad var nokkud búlletprúf, einhverja boli og eitthvad líka. En ég var samt enþá pínu lúðinn í hópnum. Hafði ekki minnsta þor til thess ad reyna við adrar stelpur, átti bara mínar vinkonur.

Svo koma áramótin 2007. Enþá alger lúði, en búinn ad bæta mig nokkuð, en ég átti enþá eftir ad finna það sem hentaði mér, þann stíl sem ad ég fílaði. Ég ætlaði mér sko ekki ad vera einhver hnakki, það er ad segja fara audvelduleiðina og kaupa sér bara hnakka kit. þad var bara ekki ég, ég hlustadi á rokktónlist, ekki teknó. (No offence intended)

Svo fer ég á ball í miðjum febrúar þetta ár, árshátíð. þetta var ekki árshátíð í mínum skóla heldur í skóla hjá vini mínum. Klæddi mig í jakkafot, keipti einhverja geltúpu í 10-11 eda eitthvad og ákvað ad hérna skildi kappinn prófa sig, ég meina, hvad er þad versta sem getur gerst? Vinur þinn strídir thér? þarna var maður kominn med smá “clean record” fattardu. En þar sem ad ég hafdi algerlega 0% reynslu med kvennmenn þá gerdist ekki neitt, en þad var attlæ afþví ad ég fékk 2-3 augu frá hinum og þessum stelpunum sem ad sagði mér ad ég væri ad fara í rétta átt!

Svo líður tíminn adeins meira og nú er komið sumar. Ég fer á sólarstrond med foreldrum mínum í 2 vikur og verð rosalega tanadur og flottur, keipti mér einhver fot þarna sem ad mér fanst flott, hentadi mér. Nokkrum vikum áður hafdi ég verid ad prófa mig áfram í hárgelinu og var thá kominn í adeins meira en eitthvad 10-11 drasll. Man ekki hvad þad hét, nota það ekki lengur..

Svo fer ég heim og nokkrum dogum eftir heimferð fer ég á fyrstu alvoru útihátíðina mína. Ég fer med bestu vinum mínum, fyllum skottid af bjór. Pældum ekkert í gistingu eða neitt, bara fyllerí :P. Ég keypti mér semsagt þarna í útlandinu einhver fot og eitthvað glingur, armband og hálsmen eda eitthvað álíka, auk þess ad vera med flott tan og byrjaður ad nota hárgel þá var ég kominn med ágætis sjálfsálit, ekki var áfengið ad skemma fyrir heldur (samt ekki of mikið ad sjálfsogðu :P).

Ég hitti þessa stelpu þarna á útihátíðinni, sem ad átti heima þarna, á fyrsta degi. Mér fanst hún sæt og ákvað að láta reyna á “viðreynsluna” mína. Ég meina, aftur var ég kominn þarna í “hverju hef ég ad tapa?” hugsun. Svo ég fæ hjá henni númerið á fyrsta degi og spyr hana hvort ad hún nenni ad gera eitthvað með mér á morgun, semsagt deginum eftir. Hún var til í það og í sjounda himni gisti ég í bílnum :P. Svo kemur dagur 2, hittumst, smá “flirt” í gangi og svo á endanum þá fæ ég fyrsta kossinn. BÚM, sjálfsálitið í blóma og ég gisti hjá henni um nóttina meira að segja, án þess þó ad nokkuð gerist, bara eitthvað kúr og kossar alla nóttina.

Svo fer ég á aðra útihátíð um verslunamannar helgina, einhverjar 2-3 vikur seinna. Mjooog basicly þá verð ég rosalega fullur, fer á eitthvað ball, labba á milli reynandi vid gellur og slefadi uppí eitthvað í kringum 7 (ég skal alveg játa ad það voru kannski ekki allar fallegustu gellur í heimi, en ég var þarna í sjálfálits vímu) og endar med því að ég missi sveindóminn þetta kvold.

þarna er ég búinn ad finna thann stíl sem ad virkar fyrir mig. þann fatastíl, hárstíl, hvernig virkar fyrir mig ad hosla. Ókeibb, svo byrja ég med fyrstu stelpunni á haustonn. það entist ekki lengi en ég var allavega kominn yfir þann þroskuld.

Núna á árinu 2009 er minn stíll frekar rokkadur, dokt hár, hálf krúnurakað en med hálfgerdan hanakamb í midjunni (eins og svo margir eru), okei, ekki hanakamb en meira hár á midjunni en til hlidanna og tvaer rendur sithvorum meginn, skirta, leðurjakki, speglasólgleraugu thegar thad er sól, dokkar gallabuxur og brettaskór. Ég nota altaf hálsmen sem ad er nokkurskonar tonn skorið út úr vid og ledurarmband. þannig fýla ég mig mest og thannig er ég med mest sjálfsálit.

þad sem ad ég er ad reyna ad segja í þessum þræði er ad ef ad þú ert med lélegt sjálfsálit, sjálfstraust, þorir ekki ad reyna vid hitt kynid og svo framveigis en langar ekkert heitar en ad hvort sem ad þad er ad eignast kaerustu/a eda geta pickad upp gellu/gaur á balli þá þíðir þad ekkert endilega pólóbolir og levis buxur og ljósabekkir 24/7 afþví ad megnid af gaurunum sem ad picka upp gellur eru kvennlegri en þær (En auðvitað ef að þú fýlar það þannig er það auðvitað besta mál). Heldur ad vera snirtileg/ur til fara, leita ad því sem ad hentar þínum persónuleika best (hvort sem að þú hlustar á rokk, teknó eða country music, Rokkari, emó, artí eda hnakkar) og svo bara live the moment, hvad er þad versta sem getur gerst?

Ég get ekki ýmindað mér ad einhver hafi nennt ad lesa thetta… bara nýr þrádur á nýju ári. Gledilegt og farsaelt nýtt ár med nýjum taekifaerum.

Bætt við 2. janúar 2009 - 00:07
Ok… hvað tíminn líður hratt, ég ætlaði ad skrifa nokrar línur en endaði á því að skrifa æfisogu… *palm-on-face*. Alltaf gaman að blása smá pælingum oðru hverju :P.