Ég keypti mér nýja dollu af ljósbláu d:fi í síðasta mánuði. Ég keypti stærri dollu núna, 150g en ekki 75g eins og þessar sem eru algengastar.
En allavega, ég lét hana bara standa í hillunni þangað til ég kláraði gömlu dolluna og allt í lagi með það.

Svo þegar ég fer að nota nýju dolluna þá finnst mér gumsið eitthvað svo þunnt og hálf vatnskennt og mikið óþægilegra að taka sér slurk úr dollunni.

Svo ég var að pæla, ætti ég bara að reyna að hræra duglega í dollunni eða hvað ? - Fer það ekkert illa með gelið eða neitt ?

Fínt líka ef einhver er með aðrar hugmyndir til að redda þessu..

Með von um góð svör..