Jæja, nú er ég búin að komast að því að ég get keypt einhvers konar hreinsisjampó til að svona “þvo” ónáttúrulega litinn úr hárinu á mér.

Talaði við vinkonu mína áðan um þetta og hún sagði að ég gæti gert þetta á hárgreiðslustofum, þyrfti hugsanlega að fara svona tvisvar. Fara tvisvar og láta hárgreiðslukonu gera þetta þá? Mér skildist á stelpunni sem sagði mér about hreinsisjampóinu að ég gæti keypt sjálf og átt bara heima, en vinkona mín sagði mér að maður gerði þetta á stofu.

Svo, hvort er það? Bæði? Hvort er betra, hvort er hagstæðara? Ef ég fer á stofu, er ég þá að borga einhvern 10þús kall fyrir að láta þvo á mér hárið eða hvað? Hefur einhver hérna þvoð úr sér litinn?