Sælt veri fólkið.

Mér var bent á að hér gæti fólk mögulega haft einhverja lausn á vandamáli mínu.
Það er þannig að mig langar að gera peysuna mína doppótta (don't ask why :D ) og veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.
Þetta þarf að haldast á þangað til ég vil taka það af en má ekki vera varanlegt.
Það eina sem mér dettur í hug er að líma límmiða á eða sauma doppur í peysuna. Hvorug lausnin er þó nógu góð því að límmiðarnir myndu detta strax af og saumaðar doppur eru varanlegar.

Dettur enhverjum eitthvað í hug varðandi þetta?
Öll hjálp vel þegin :)