Það er búið að vera frekar mikið vandamál hjá mér uppá síðkastið að dagsdaglega er ég oft kominn með svitabletti undir hendurnar þó ég sé bara í skólanum og er ekkert að reyna á mig, ég fer í sturtu á morgnanna og eftir æfignu á kvöldin þannig ég þríf mig alveg vel og nota svona venjulegann svitalyktareyði.

Ef einhver hefur kannski átt við sama vandamál að stríða og veit kannski um e-ð trix til að losna við þetta væri það vel þegið.

Bætt við 18. október 2008 - 01:51
Takk fyrir hjálpina ég fer þá bara í apótek og tékka á þessu :)