Ég verð að mæla með einu hérna. Rakst á síðuna http://eocosmetics.com einhverstaðar og ákvað að prufa, það er hægt að fá prufur sendar ódýrt heim. Ég keypti mér bæði púðurprufu (mineral púður) og augnskugga, er búin að vera að nota þetta í nokkrar vikur og húðin á mér er æði.
Lenti svo í því að pósturinn týndi sendingunni, svo stelpan sem er með þetta sendi mér bara aftur og ég þurfti ekkert að borga fyrir það. Ég er samt ekki á launum eða neitt við að auglýsa þetta, vildi bara benda öðrum á þetta þar sem ég fékk svona góða þjónustu og er mjög ánægð með vörurnar.
Þetta er líka ódýrt sem kemur sér ágætlega á þessum tímum. Mineralpúðrið frá L'oreal kostar t.d. tvöfalt meira en púðrið frá EÓ.