Þannig er mál með vexti að mig vantar alveg bráðnauðsynlega netahlýrabol í einhverjum skærum lit og/eða hvítan málningagalla. Vandamálið er að ég veit ekki hvar þetta fæst. Hið síðarnefnda grunar mig að fáist í Byko, en ég fann það ekki á vefsíðunni og ég nenni ekki að fara fýluferð.

Hvað varðar skærlita netahlýrabolinn þá dettur mér ekkert í hug. Ef einhver ykkar lumar á verslun sem selur eitthvað slíkt, endilega svarið hér. Þetta þurfa í raun og veru ekki endilega að vera netahlýrabolir, mega líka vera bara hlýrabolir, eina fasta skilyrðið er að þetta má ekki vera stelpuflík.
Autobots, roll out.