Ég get sagt að ég sé EKKI með góða húð. Hún er gróf, öll út í bólum, þurr, stundum jafnvel olíukend. Það er hægt að segja að húðin á mér sé mjög ‘random.’

Ég fór til húðsjúkdómalæknis til að fá eitthveð gegn bólunum. Ég fékk mjög fínt krem og góðar pillur, þetta virkaði allt fyrst en svo bara hætti það að virka. Sem er mjöð leiðinlegt.

Húðin á mér er stundum þurr á höndunum og á kinninum en annarstaðar er hún eiginlega studum feit.

Annað en það sem ég er búin að nefna, þá á ég það til að flangna mjög á eyrunum og þau verða eld rauð og það verður vont að koma við þau. Þetta hefur gerst tvisvar. En mér raunar finst það ekkert mál, því það eru bólurnar sem mér finnst vera vandamál hjá mér.

Það koma og fara endalaust af bólum hjá mér, þetta er búið að vera svona í c.a. 3 ár eða eitthvað! Ég vil ekki vera í hlírabolum eða flegnum bolum því að ég er með bólur á bakinu, öxlunum og á bringunni og einnig andlitinu. Þetta finnst mér mjög óþægilegt.

Ég veit ekki hvað ég á að gera við þessu, er eitthvað sem ég get gert til að minnka bólurnar ?

EF það er eitthver sem veit eitthver ráð, má hann endilega segja mér þau!

Takk fyrir :)

(p.s: ég fékk held ég hlaupabóluna fyrir eitthverjum árum, og ég er örugglega eins og hún hafi aldrei farið :S )