Hefur einhver hér litað fötin sín með fatalit? Hvernig gekk ykkur??

Ég er með mitt í þvottavélinni akkurat núna og bíð spennt eftir að sjá árangurinn. Það var ekkert smá mikið mál að finna hvar ég gæti keypt fatalitinn og fann hann svo á endanum í föndurbúð.

Ég er að lita ljósbrúnann jakka og ljósgráan kjól og er að lita flíkurnar grænar.

Bætt við 10. júní 2008 - 18:01
Jakkinn og kjóllinn komu mjög vel út.

Jakkinn er ólífugrænn og kjóllinn er dökkgrænn… ég get ekki beðið eftir að flíkurnar þorni!!!
muhahahahaaaa