Það er ákveðin hárgreiðsla (klipping og litun) sem mig er búið að langa í…uu, í uþb. 3 ár. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að fá það sem ég vil en klippikonurnar virðast alltaf misskilja :S.

Ég hef lýst þessu svona; Ég vil hárið aðeins fyrir neðan axlir, fullt fullt af styttum, tjásum og því drasli, kannski smá töff skátopp. Ég vil það ljóst (er nokkuð ljóst fyrir), og rauðar strípur. Samt ekki strípur, meira svona lokka, nokkra lokka, sem eru samt ekki oná hárinu heldur svona inní og undir svo það sjáist ekki jafnvel að það sé að vaxa úr.
Í þessu fáu skipti sem ég hef reynt, hef ég komið út með allt svona sæmilegt…nema þessar rauðu strípur, þær setja alltaf einhvern rauðbrúnan lit undir sem sést lítið. Segja að þetta séu strípur, en þetta lítur bara út eins og lag…fyrst kemur rauðbrúnt lag af hári og svo ljóst lag oná það. (finn enga mynd til að sýna)

Málið er að ég er búin að reyna að finna myndir af einhverju í áttina. En ég virðist ekki slá inn rétta leitarorðið eða finnu réttu síðurnar. Ef einhver áttar sig á þessu og veit um einhverjar síður með hárgreiðslum væri það mjög gott :).

Kannski til að hjálpa með þessa ‘lokka’. Einhverjir muna kannski eftir svarta og bláa hárinu hennar Sky í Neighbours? :P Þeir eru svona aðeins í áttina í sambandi við hugtakið.
=)