ég er sem sagt að spá í að versla mér slatta af fötum á netinu, og er búin að vera að skoða mikið amazon.com. málið er bara að ég veit ekkert hvernig maður borgar þetta, og hvað það leggjast mikil gjöld ofan á þegar þetta er komið hingað heim. þegar ég tala um slatta af fötum, þá er ég að meina SLATTA af fötum. ég hef heyrt að það sé þægilegast að nota paypal, ókei, en hvernig virkar það í samb. við sendingargjöld, toll og annað? sér paypal um það líka? :S eða kemur bara himinhá póstkrafa (upp á sendingu og toll og vsk) heim til manns einn daginn, þegar maður verður búinn að borga sjálfa vöruna með paypal?

ég fór líka að skoða hvernig þetta er gert í gegnum shopusa… en þar sýnis mér leggjast aaaansi há gjöld ofan á vöruna. er það alveg eðlilegt að kjóll sem kosti 2000 kall, sé kominn upp í 5700 hingað heim?? mér finnst það allavega voða spes… og hvað svo ef ég er komin með 3 kjóla upp á 2000 kall… er ég þá bara komin upp í hátt í 20þús á meðan vörurnar sjálfar kosta bara 6þús? :S

og eins með ebay… er komin með augastað á nokkrum vörum þar.

hvernig finnst ykkur best að versla á netinu, hvað er ódýrasta leiðin osfrv?

takk takk! ;)
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”