Stundum getur maður orðið alveg brjálaður á verðinu á fatnaði hér á klakanum! Ég var í Kringlunni og Smáralindinni áðan, var að leita að jólagjöf handa vinkonu minni og datt í hug að tékka hvort ég fyndi ekki einhvern sætan bol. Neinei, það er varla til EIN flott flík sem kostar ekki yfir 5000 kall nú til dags - Einn skitinn bolur, og það er ekki eins og saumaskapurinn á þessu sé eitthvað súper! Raknar nánast upp á meðan maður er að máta.

Úff þetta er gjörsamlega út úr kú. Afhverju er allt svona dýrt hérna?