Ég var búin að bíða í eftirvæntingu eftir pastel-augnskuggasettinu. Blaðið kom loksins í dag og ég auðvitað reif það upp og prófaði augnskuggana eftir leiðbeiningunum.

Mér finnst útkoman æðisleg! Ég er líka svona ljós týpa eins og fyrirsætan í blaðinu, ljós húð, ljóst hár og gráblá augu. Þessi augnförðun gerir mann eitthvað svo allt öðruvísi en samt eru þetta bara pastellitir… mjög flott!

Ég reyndi að taka myndir af þessu en það kemur ekki vel út á myndinni. Hmmmm

Hvað finnst ykkur?
muhahahahaaaa