Æj, ég skrifaði rosalega ítarlegan og fínan þráð áðan en svo datt netið út. Já.

Svo í stuttu máli: Ég hef litað hárið á mér reglulega í 3 ár núna , og þar sem hárið á mér hefur alltaf verið fíngert er það fáranlega slitið núna. (Á tímabili seinasta vor heillitaði ég það mánaðarlega. Þá var ég dökkhærð en ég er náttúrulega ljóshærð, og er ljóshærð núna.) Og þá er ég ekki að tala um einhverja slitna enda heldur er það bara ALLT slitið. Segjum að að hárið á mér nái núna aðeins fyrir neðan axlir: hárið er slitið þaðan alveg upp að eyrum.
Já. Og málið er að ég hef verið að reyna safna hári í laaangan tíma núna. Hef ekki farið í klippingu síðan í apríl - maí, því mér finnst hárgreiðslufólk alltaf taka svo mikið af hárinu (klippi samt toppinn sjálf), ég veit það er heimskulegt en ég bara þoli ekki að fara á stofu, sama hversu frek ég er þá bara kann hárgreiðslufólk ekki á hárið á mér en það er umræða sem ég nenni ekki út í.

Semsagt: Er einhver leið til að laga slitna enda (eða í mínu tilfelli HÁR) án þess að þurfa að klippa það? Ekki tala um djúpnæringu, ég set svoleiðis í hárið á mér reglulega. Já, ætti kannski að bæta því við að ég slétti hárið á mér daglega í fyrra, er hætt því núna en ég er ekki að reyna að finna ástæðuna fyrir slitna hárinu… bara einhverja leið til að mýkja hárið og væntanlega losna við slitnu endana.



Bætt við 18. september 2007 - 20:53
Á tímabili seinasta vor heillitaði ég það mánaðarlega. átti að vera:
Á tímabili núna í vor heillitaði ég það mánaðarlega í svona hálft ár kannski.
——