Jæja..ég hef verið að reyna að baslast með eye-liner í nokkrar vikur!..og ekki hefur mér tekist að setja hann rétt á í eitt skipti!.
Mamma fór með mér út í apótek og keypti handa mér eye-linerinn minn sem er merkið GHOSS eða e-ð álíka. Hann er svartur og er svona rakur. Ekki alltof blautur en samt pínu. En þetta er blýantur=)
Ég byrjaði strax að æfa mig þegar að ég kom heim og hætti ekki fyrr en mig verkjaði í augun eftir að hafa nuddað hann ótrúlega oft af!…hann fer sko ekki auðveldlega af.
Mamma sýndi mér aðferð sem hægt væri að gera og eftir að hafa tuðað í henni oft og mörgu sinnum að þetta væri ekki hægt sama hvað ég geri þá lánaði hún mér sinn sem er blautur og er ekki blýantur.
Mér gengur ekkert betur með honum fyrr en í dag en ég var samt ekki ánægð með línuna!.
Hún var svo dökk á einum stað og svo eins og það vantaði blek á öðrum stað!:S.
En svo fór ég um daginn á snyrtistofu til þess að fá ráð.
Konan sem að var að afgreiða mig var mjög yndæl og sýndi mér hvernig ætti að gera. En hún sagði að línan ætti að fara inn i augnhárin en hún móðir mín sagði að línan ætti að fara fyrir ofan þau.
Ég prufaði að fara ofaní augnhárin en það bara kemur ekki neitt svo ég held mér bara við það að gera fyrir ofan hárin en ég er ekkert að skána!…sama hvað ég geri og ég er búin að gera þetta í næstum því mánuð og ég er orðin ekkert smá þreytt á þessu og vil fara að nota eye-linerinn á réttann hátt.

Svo er einhver hérna sem gæti frætt mig um það hvernig á að setja eye-liner á sig?…
Takk fyrirfram!
;)