Mig vantar smá aðstoð frá ykkur hér á Huga því ég er gjörsamlega hugmyndasnauð um:
Hvernig ég á að klippa hárið á mér??
Hvort ég eigi að lita það??
og að lokum hvert skal fara??

Ég er svona skolhærð með frekar sítt hár, aðeins fyrir neðan axlir og með miklum styttum.. Allir segja mér að lita ekki á mér hárið því þeim finnst hann svo öðruvísi (meira að segja hárgreiðslukonan mín) og margir halda að ég sé með smá strípur í því sem er ekki, litaði seinast á mér hárið árið 1997 ;D
En samt langar mér svo að breyta til og lita það alveg dökkt.. Vitiði e-ð um hvort að skol sé betra til þess að endurheimta sinn raunverulega lit tilbaka,, hefur e-r reynslu af því??
..og síðan langar mér að vita eitt enn, vitiði e-ð um hvaða klipping og litur eiga að vera heitir í sumar..??

Takk takk ;)