Veit ekki alveg hvar ég á að setja þetta en prófa bara hérna.

En þannig er nú mál með vexti að ég er að fara panta mér skó par eða tvö, og peysu með. Svo þegar ég er að fara í gegnum pöntunar proccessið þá kemst ég að því, eins og ég var svo hræddur um, að þeir senda ekki út fyrir bandaríkin. Svo núna spyr ég ykkur, hvaða fyrirtæki hafið þið reynslu á að láta senda vörur fyrir ykkur heim og hvar það er ódýrast, er ekki alveg að digga þetta hjá shopusa.is því ef ég er að kaupa vörur fyrir 130 dollara, 9k ísl sirca, þá er maður að borga 9k og einhverjar krónur bara í sendingarkostnað og það vesen.