Þegar ég og kunningjakona mín fórum að ræða um að gegnsæjir bolir væru vandamál (sem maður klæðir náttúrulega bara af sér innanundir þeim með fleiri bolum) þá sagði hún að hún gengi ekki í brjóstahaldara og þess vegna væri þetta mikið vandamál.

Uuu er allt í lagi að ganga ekki í brjóstahaldara? Verða brjóstin þá ekki svona sigin og hangandi - eða er það einhver útbreiddur misskilningur? Það hlýtur að teygjast eitthvað á húðinni?
Allavegana ráðlagði húðlæknirinn minn mér að ganga í brjóstahaldara með mjög hertum ólum þegar ör eftir fæðingarblett var að gróa saman undir hendinni á mér…

Gangið þið yfirleitt í brjóstahöldurum ? Og af hverju (ekki)?