Abercrombie dúnvesti! Ok, ég gerði mistök! Ætla bara að gera gott úr þeim og athuga hvort einhver vilji njóta þeirra…

Eins og flestar tískuþyrstar sálir vita þá er Avercrombie outfit “ must”… sérstaklega yfir vetrarmánuðina þar sem útifötin frá þeim eru einstaklega gelluleg…. ;o)

Ég tel mig alveg hafa þetta á hreinu og ætlaði nýlega að bæta í flóruna af Abercrombie fötum í fataskápnum mínum - sem ég elska alveg óendanlega og eru öll ótrúlega klæðileg og vönduð - og smellti saman einni flottri pöntun á netinu. Ég pantaði peysur, boli, leggings, legghlífar svo eitthvað sé nefnt ásamt forláta dúnvesti. Allt passaði þetta vel og er alveg frábært nema dúnvestið - sem er auðvitað alveg frábært - fyrir utan að það er of lítið!

Ég taldi mig þurfa medium í vestinu en kom ekki bara á daginn að large var frekar mín stærð svo ég sit uppi með ógislega flott dúnvesti sem ég vara kemst ekki í með góðu móti en er svo ótrúlega töff að ég get varla horft á það! ;o)

Þannig að… ef það er einhver sem hefur hug á því að komast yfir eitt hvítt Abercrombie dúnvesti í stærð medium, það kostar 118 dollara(rúmlega 8000 kr), og losna við sendingarkostnaðinn með því að kaupa það beint, þá má hann (ætli það verði nú ekki frekar hún í þessu tilviki) senda e-mail til Klöru á baraklara@internet.is.

Frekari upplýsingar um vestið og aðra góða gripi í www.abercrombie.com