Mér var sagt að ég gæti farið í mjöög ódyra hárgreiðslu hja nemunum í iðnskólanum.. en langar að vita.. hefur einhver farið þangað og er það eitthvað að gera sig?? Kemur maður nokkuð út með blátt hár og hanakamb?
Hef bara góða reynslu af því! Kostaði mig 1500 kall hjá iðnskólanum í Hfj fyrir klippingu, litun og strípur. Og ég er með mikið, þykkt, sítt, krullað og erfitt hár, þetta tók tæpa tíma en alveg þess virði.
Á venjulegum hárgreiðslustofum hefur það oft tekið svipaðan tíma með mun lakari niðurstöðu. Þetta eru nemar og eru kannski metnaðargjarnari en sumir sem eru útskrifaðir.
Vinkona mín er í hárgreiðslu í iðnskólanum og skilur ekki afhverju fólk fer ekki í iðnskólan, mun ódýrara og flestir nemendurnir eru mjög metnaðarfullir þegar þau fá verkefni ;).. það fylgir náttúrulega smá áhætta að fara eins og einhver sagði þá getur þú fengið aðeins styttra hár en þú baðst um eða eitthvað álíka en það gerist líka á hárgreiðslustofunum.
ég er í iðnskólanum í hfj (að vísu ekki í hárgreiðslu) en félagi minn fór í klippingu þarna (ég ætlaði en fékk ekki frí í tíma) og það kom bara mjög vel út :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..