Ég er unglingur með dáldítið af bólum. Ekkert alltof mikið en nægilegt til að hafa mikil áhrif á mig andlega. Mér finnst of snemmt að leita strax til húðsjúkdómalæknis.

Nóg um það. Ég hef mikið heyrt um þetta Oxy. Mig langar mjög til að prófa það. Það sem ég spyr um er hvort eitthvað fólk hérna hefur notað það? Hvernig árangur er? Svo hef ég heyrt að það séu til þrjár gerðir af því (krem, vökvi og man ekki hitt), hvað á maður að taka?
Svo með styrkin. Eru ekki þrír mismundandi styrkir? Hvað á maður að velja?

Vonandi að ég geti fengið svör við þess. Takk fyrir.