Já, málið er að ég ætla að lita hárið á mér um jólin og gera þá einhverja dramatíska breytingu. Hef verið ljóshærð allt mitt líf (og þá ljósljóóóshærð) og var að hugsa um að gera það dökkt. Það sem ég vildi spurja um í þessum þræði er:

a) Getur hárgreiðslufólkið ráðlagt mér hversu dökkt ég ætti að gera það? Þ.e.a.s. bara hvernig ég ætti að lita það eða klippa.

b) Það er eiginlega ekkert b. Eða jú, veit einhver hvað hárlengingar kosta? Því mig langar svo að breyta hárinu mínu aaaalveg. Er núna með ljóst milli sítt hár (eða frekar stutt, svona eitthvað fyrir neðan axlir) og mig langar að vera með sítt, dökkt hár. Já og ég ætla klippa á mig topp, ekki að það komi fólki við eeeeeen svona gerist þegar ég er þreytt. Skrifa of mikið.
——