Góðan daginn,

Vildi bara láta vita að ég er að leggja lokahönd á gerð heimasíðu tattoo-stofu hans Sverris, House of Pain.

Skal taka það fram að hýsingin sem nú er í notkun er alfarið til þess að ég sjái hvernig síðan komi út á hinum og þessum browserum.

Ég hef verið aðeins of lengi að koma þessari síðu á fót en loks fer þetta að klárast og vil ég því benda á síðuna hér með og vonast eftir einhverju feedbacki frá ykkur hvað varða viðmót og útlit.

Það er búið að forrita grunn að gestabók þar sem mjög mikilvægt er að fá feedback frá núverandi, og tilvonandi, viðskiptavinum tattoo-stofunnar en ég á eftir að aðlaga útlit síðunnar eftir þeim flipa sem vantar, einnig á eftir að bæta enn fleiri myndum á myndasíðuna sjálfa.

http://code.binary4.net:8080/sverrir/

Má benda á að félagi minn sér alfarið um hýsinguna á sínum eigin server og má því ekki vera að kvarta yfir hraða - varanleg hýsing og lén mun koma þegar síðan er fullmótuð.

Takið eftir að eftir að búið er að skoða myndasíðuna alla í eitt skipti tekur cache-ið við og mun hún því ekki vera jafnhæg í hvert sinn sem komið er inn á hana því öll myndin er í raun load'uð.

kv og afsakið slettur,
Óðinn

kv,
Óðinn