Ok. Ég vil bara hafa það á hreinu að stundum held ég að ég sé dáinn og sé kominn til helvítis. Ég hef fengið það ógeðlega verkefni að lifa í nútímanum. Ok. Af hverju er nútíminn svona ömurlegur??? Ok. Hérna koma ástæðurnar. Tónlist er mjög gott dæmi. Tónlist nútímans hefur myrt gamla tónlist. Í nútímanum er þetta rapp, píkupopp og eitthvað sem kallast TEKNÓ bara rústað öllu. Íslenskt útvarp getur mögulega ekki spilað eitthvað annað. Ok. Allt annað. Litir, bílar, hús, húsgögn og hönnun. Núna í dag er annarhver bíll silfurlitaður. Og svo eru það litirnir. Nú í dag er svona 90 % af öllu HVÍTT á litið. Nútíma íbúðir eru oftast Snjóhvítar og hafa eingar myndir á veggjum, en í staðinn eru holur í veggjunum. Svona ferkantaðar holur. Húsgögn geta bara annaðhvort bara verið hvít eða svört. Og hönnunin á þeim er eins og hönnunin á SK*T. OK. Jólaskraut er eitt annað dæmið. Um daginn var ég í Kringlunni að skoða jólaskraut. Ég var búinn að bíða frá því í byrjun þessmánaðar eftir jólunum og kominn í ágætis jólastuð. En Kringlan hefur alltaf haft eins jólaskraut í LIT. Sama jólaskrautið ár eftir ár. Núna var verið að hengja upp silfrað og hvítt jólaskraut. Sem er viðbjóður. Jólin eiga að vera í lit. Rauð, Græn, blá, ísköld og öll böðuð í snjó. Í Hagkaup er hægt að kaupa svart jólaskraut. Svart englahár, Silfruð gervijólatré, hvítt englahár og þesskonar viðbjóð. Og í Egg sáratorgi. Þeir selja bara silfrað jólaskrut. Svo ekki sé minnst á breytingar á veitingahúsum. Hótel Borg. Allt er núna Hvítt og Silfurlitað þar. Og staðurinn heitir SILFUR!!! Ég fæ martraðir um það hvernig framtíðin verður. Breytingar2000 og undir eru bara góðir tímar. 2000 á merkjum. Pepsí merki nútímans. Kringlu merkið tútímans. og yfir sökkar. Ég lifi í FORTÍÐINNI!!!
this is it.