Sko….ég prófaði að kaupa svona Sally Hansen háreyðingarkrem, og svo setti ég það á fæturnar, fór alveg eftir leiðbeiningunum…nema ég prófaði ekki á smá stað fyrst, áður en ég setti á allan fótinn…en já, allavegana, húðin mín bara sprakk !
Ég klóraði og klóraði, og rauð útbrot og ég veit ekki hvað…og þeta gerist með öll háreyðingarkrem sem ég kaupi, og allt svona vax, og bara allt.
En svo eru rakvélarnar…þær eru að virka fyrir mig, klæjar ekki og neitt svoleiðis…en samt fæ ég svona sár útfrá þeim :S svona stórar rispur. Og ég held alveg örugglega að það séu inngróin hár líka..er samt ekki alveg viss hvernig þau eru, en já, held það.
Þannig að ég var að pæla…getur einhver sagt mér, hvernig er að fara í vax ? ég held að ég þurfi að fara í svoleiðis því að annars get ég aldrei sýnt fótleggina mína á almannafæri.
En sko, það sem ég er að meina er….klæjar það ? og er hægt að fara í vax þegar maður er með sár á fótunum ? er ekki alveg sú gáfaðasta í þessum málum…