Jæja, loksins tók ég ákvörðun og fór út í Hókus Pókus og keypti mér tvo pakka af bleikum háralit. Ég ætlaði upprunalega að láta aflita hárið á stofu en þegar ég var þarna bauð afgreiðslumaðurinn mér pakka af aflitunarefni sem maður getur greinilega gert sjálfur.

Nú, bleiki liturinn á að endast í 20 þvotta en ég veit ekki með aflitunarefnið…

Hefur einhver notað svona aflitunarpakka og gert þetta sjálfur? Ef svo, hvernig kom þetta út? Ég er svolítið nervous því að aflita er svolítið mál og ekki langar mig til að steikja á mér hárið þannig endilega komið með einhver góð ráð :)