Það vill svo skemmtilega til að ég er með alveg rosalega leiðinlegt hár. Hingað til hefur það aldrei plagað mig. Svo fékk ég mér dreadlocks í sumar, greiddi þá svo úr eftir hálft ár, svo hef ég litað á mér hárið 3 sinnum síðan og strípur einusinni. Svo að hárið mitt er alveg í tómu tjóni.

Það er reyndar ekkert slitið eða neitt svoleiðis lengur, bara alltaf rosalega ljótt. Hálf úfið, rafmagnað og fl. og fl.

Mín spurning til ykkar er eru einhver sérstök sjampó og vax eða froða eða einhvað sem þið mælið með og hafið persónulega reynslu af við svon þurru, úfnu rafmögnuðu hári?

Fyrirfram þökk..