Ég er mikið búin að vera að velta þessu fyrir mér með húðina og húðhreinsun. Hef svosem aldrei haft mikið fyrir húðinni hingað til, en er ein af þeim sem er með húð í feitari kanntinum.

Ég mála mig daglega, set á mig litadagkrem og púður yfir og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Hafði ekki einusinni fyrir því að þvo það af mér fyrir svefninn! Sem unglingur fékk ég reyndar eina og eina bólu en ekkert svona úber mikið eitthvað. og ég er búin að vera með fína húð í 4 ár.

Um daginn ákvað ég svo að fara og kaupa mér hreinsimjólk og toner frá Eucerin, dagkrem með A og E vítamínum frá no7 og næturkrem líka frá no7. Ég er búin að vera að nota þessar vörur í tæpa viku og halló, bólurnar hreinlega spretta út! Húðin á mér hefur aldrei verið eins slæm! Nota þetta kvölds og morgna og púður yfir.

Veit einhver hvernig gæti staðið á þessu eða hvað ég gæti verið að gera vitlaust??

T.d á maður að skola mjólkina með vatni af andlitinu áður en maður notar tonerinn eða ekki? Á maður að skola tonerinn af með vatni eða hvað??

Yrði mjög þakklát ef einhver gæti leiðbeint mér með þetta :)