Hæ…
Ný á þessu áhugamáli sko…
En allavega vildi ég segja ykkur frá gallabuxum með gati á hnjánum. Ekki sniðugt.
Ég átti einar gallabuxur sem voru næstum því orðnar of litlar og notaði þær þá í vinnunni, fékk göt á hnén á þeim og fannst þau voða svöl.
En einhverntímann var ég að hjóla heim úr vinnunni á möl (stuttur kafli) og rann. lenti á öðru hnénu og fékk stórt sár á hnéð með fullt af drullu inní og næsness. En ef ég hefði ekki verið með götin væri ég ekki með fjólublátt ör á vinstra hné. Mæli ekki með svona buxum.
Annars er ég alveg sátt við örið mitt, ætla ekki að setja Aloe Vera gel á það til að það fari heldur leyfa því að vera. Reyndar er það svona :P broskall, sem ég var bara heppin með.
Ef þið ætlið að gera göt á hnén á gallabuxunum hugsið þá út í það hversu sárt það er að láta skafa drulluna upp úr sárinu með hníf.
Takk fyrir mig :)