Ég er í alveg ferlegum vandræðum með hárið á mér en það er mjög þungt og flatt.

Ég hef reynt að setja í mig rúllur með döprum afleiðingum sem þarf kannski ekki að lýsa í smáatriðum, nema það að krullurnar láku úr stuttu eftir að þær voru teknar úr.

Mér hefur verið bent á að nota lagningarvökva, en því miður er ég mikill pjúrítanisti og vil ekki setja hvað sem er á mig, eða í hárið á mér.

Hvað er eiginlega hægt að gera? Er ekki til einhverskonar kokteill fyrir svona lagað?