Jæja eins og fyrirsögin gefur til kynna þá er ég með pissugult hár :S
En svo ég byrji nú bara á byrjunni þá var ég ljós skolhærð og með ljósar strípur í hárinu sem voru vaxnar svolítið úr.
Svo skrapp ég í apotekið í gær og keypti einhvern sjampó hárlit sem átti að lýsa á mér hárið. Ég setti hann í hárið og núna er ég með pissuappelsínugult hár :( Konan í apótekinu sagði að þetta myndi duga í 6 - 8 vikur og ég er ekki að geta verið svona í 6-8 vikur. Þannig að ég spyr,

Er hægt að fara á hárgreiðslustofu og láta ljóst skol (ekki gult) yfir þetta skol?

Og hafið þið prufað að fá ljóst skol á hárgreiðslustofum, verður hárið ekkert gult?

Hvað kostar að setja í sig skol sona sirka?

Takk takk og vonandi svara einhver sem fyrst því ég veit ekkert hvað ég á að gera :(