Ég verð að segja að ég er orðin frekar þreytt á þessu svari ásamt; “Útlit skiptir engu máli, það er persónan sem er aðalmálið!”.

Það er vissulega frábært að fólk sé svona meðvitað um það að útlitið er ekki allt, og álit annara er ekki mikilvægast hlutur í heimi.

Þetta er bara einfaldlega ekki staðurinn fyrir svona áróður.

Þið eruð inná Tíska og Útlit áhugamálinu á Huga og mér finnst það persónulega segja sig sjálft að það er ekki persónuleiki og sjálfsöryggi sem eiga að vera meginumfjöllunarefnin.

Mér finnst í góðu lagi að fólk prediki svolítið um hin sönnu gildi lífsins…Ég vildi bara benda á það að þegar e-r spyr t.d.: “Hvaða litir eru í tísku?” þá er enginn að hjálpa til með að svara “Bara þeir sem þér finnst flottir! Hættu að hugsa um hvað öðrum finnst!”

Þetta er góður áróður, en á engan veginn heima í svörum við fyrirspurnum á áhugamáli sem heitir: Tíska og Útlit

Ég vildi bara koma minni skoðun á framfæri, og þetta er ekki meint sem móðgun eða skítkast á einn né neinn.

Takk fyrir.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'