Mér finnst tískan rugl, mér finnst asnalegt þegar fólk er að eltast við tískuna fram og til baka og eyða mörg þúsundum í einn bol sem varla hylur neitt svona til dæmis (ekki það að ég sé á móti svoleiðis bolum!) Mér finnst eins og fólk eigi bara að skapa sína eigin tísku og ganga í því sem þeim þykir flott en ekki hlusta á einhverja karla útí heimi sem vilja bara græða.
Eru þið ekki sammála mér í því að það sé bara rugl að kaupa sér einhverja flík sem er í tísku og notana í þennan 1-3 mánuði sem hún er í tísku og henda henni þá inn í skáp og kaupa sér nýtt sem er nýkomið í tísku þá?
Mér finnst líka skrítið þegar fólk er að kaupa sér eitthvað óþægilegt bara til þess að vera í tískunni!
Ég bý á litlum stað og ég hef skapað mína eigin tísku. Ég raða saman fötum eins og ég vil og læt engan hafa áhrif á það. Ég geng í því sem mér þykir flott og þægilegt. Meira að segja gellurnar sem voru alltaf í nýjustu tísku eru farnar að ganga í svipuðum fötum og ég….

Hvað finnst ykkur um tískuna?
Kveðja KrissAA!