Hæ. Minn náttúrulegi hárlitur er ljósskollitaður og núna eftir jól þá fékk ég mér ljósar strípur. Það var svona allt í lagi, engin rosaleg breyting. En ætti ég að þora að lita hárið dökkt? Mig langar það ótrúlega og það segja margir að það myndi fara mér vel því ég er með dökkar augabrúnir og dökkgræn augu. En ætti ég þá að nota bara skol út í búð eða fara á hárgreiðslustofu? Og bara endilega hjálpa mér. :)