Ég var svona að spöglera, hversu vitlaust þarf fólk að vera til að fá anorexíu? (og reyndar búlimiu líka) Ég byrjaði að hugsa um þetta þegar ég rakst á einhverja teen stars síðu í gegnum fólk.is og það var skrifað um að Amanda Bynes væri komin með anorexíu og það fylgdi frekar ófalleg fyrir-eftir mynd með: HÉR. En þessi korkur er ekki um frægt fólk með anorexíu, heldur bara anorexíu almennt.

Ég hef svo oft heyrt fólk tala um að anorexía sé sjúkdómur og eitthvað sem enginn velur að lenda í. Það er víst rétt að anorexía sé geðrænn sjúkdómur, en einhversstaðar þarf þetta að byrja. Maður vaknar ekki bara einn daginn með anorexíu, heldur byrjar á því að æla og svelta sig af ásettu ráði. Mér finnst bara svo fáránlegt að fólk (og aðallega unglingsstelpur) séu að reyna að grenna sig á svona óheilbrigðan hátt þegar það er búið að tala svo mikið um þetta og þó þær viti að þetta sé hættulegt og geti jafnvel drepið þær. Þetta er álíka heimskulegt og að byrja í dópi.
Og eins og ég las í nýlegri grein á þessu áhugamáli er líka til fólk sem trúir því að anorexía sé lífsstíll en ekki sjúkdómur. Sem er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt.

Mig langar bara að heyra ykkar álit á þessu takk fyrir mig og eigið góðan dag. ^_^
Allt sagt með hálfri virðingu.