Já… Málið er að ég er með svona eiginlega röndótt hár :P það var litað svart og ég lét setja gylltar strípur í það þannig að það er núna svart, með fullt af mjóum gylltum strípum (og svartri rót..) svo kemur svona ljósbrúnt inná milli. Málið er að ég elska að breyta hárinu mínu (náttúrulegi liturinn er “íslendingaliturinn” þessi grábrúni eins og allir eru með) en ég er búin að lita það alla vega og langar svo að fá ljóst hár aftur, ég bað um það á stofu en hun sagði að það væri ekki gert.. hún gæti bara lýst það (s.s. setja gylltar strípur í) þannig ég gerði það bara. Hvernig haldið þið að það myndi koma út ef ég myndi bara kaupa mér ljósan lit (kannski ljósbrúnan eða eitthvað svoleiðis) úti í búð kannski 2-3 pakka og lita hárið bara sjálf? Myndi það ekki alveg virka ef ég myndi lita það 2-3 sinnum? Ég ‘meika’ ekki lengur að vera með þennan lit og langar bara í ljóst, flestir segja líka að það fari mér best… :)
-Arkano