Ég þarf hjálp í sambandið við hárið á mér. Það er liðað og axlarsítt. Ég er mög ánægð með að vera með liðað hár, mér finnst það flott en það er það ekki þegar það er svona stutt, þá er það svo hallærislegt og ljótt.
Ég er líka með topp, en hann er orðinn of síður og vegna liðanna í hárinu þá er oft erfitt að ráða við hann. En þegar hann er sléttur þá er hann alveg flottur.
Ég ætla í klippingu og litun bráðum og ég þarf hugmyndir. Ég ætla að láta lita hárið á mér dekkra, en ætti ég að gera eitthvað við hárið? Ég er nú samt að safna, en ég er að pæla í að gera eitthvað við toppinn, láta hann byrja ofar eða eitthvað.
Hvað finnst ykkur?
Ég finn til, þess vegna er ég