Hæ hæ allir! Málið er að ég er orðin ógeðslega þreytt á mínu ljóta hári sem er ALLTAF eins.
Ég er með svona axlarsítt hár ef það er slétt en af því það er liðað eða bara næstum krullað þá er það um 5 cm styttra.
Mér langar svo að gera eitthvað flott við hárið á mér, það er svona ljóst útaf strípunum en það er að verða dökkt vegna þess að strípurnar eru að vaxa úr. Þannig að ég ætla að láta setja í mig nýjar um leið og ég fer í klippingu.

En ég væri alveg til í að klippa á mig topp og er að spá í að fá mér sona alveg beinann doldið síðan þannig að hann sé sona yfir augabrúnum. En ég er með lágt enni og var að pæla hvort það sé ekki svo ljótt að þurfa að láta toppinn byrja eikkersstaðar lengst upp á hausnum?

Hvernig topp mynduð þið mæla með, Mynd af eikkernveginn þannig topp má alveg fylgja ;)

Eitt enn.. Babyliss ceramik sléttujárnin úr bykó eru þau alveg MIKLU verri en hárgreiðslu sléttujárn? Á ég að kaupa mér svona Ga.ma. sléttujárn í staðinn fyrir hitt?

Takk takk allir þeir sem nenntu að lesa þetta