Ég veit að maður á aldrei að reyna að breyta einhverjum, heldur bara að reyna að sætta sig við fólk eins og það er. En þannig er það að kærastinn minn gengur í svo fáránlega forljótum fötum (segi ég, sjálf hef ég minn eigin stíl). Anyhow, þá var ég að velta því fyrir mér hvort þið vissuð um góða leið til að breyta þessu aðeins. Honum er strítt á klæðaburðinum, og mér er strítt útaf því að kærastinn minn gengur í fáránlegum fötum.

Fötin sem hann á :
Þröngar gallabuxur ( ógeðslegt að sjá strák í þröngum gallabuxum)
Adidas gallar (jogging, viðbjóður, hann er ekki 7 ára)
Þröngar skyrtur (það er verulega ógeðslegt)
Fullt af öðru sem ég vildi óska að ég hefði brennt þegar ég gat það…

annars eru fötin hans okay, hann á eitthvað af töff bolum og solleis, but, who cares?

Anyhow, ég sé stráka á okkar aldri, fullt af strákum, og einhvern veginn er kærastinn minn akkúrat sá eini sem á svona ljót föt. Allir hinir ganga í :

víðum gallabuxum
víðum peysum/hettupeysum
geggt töff bolum
og alls konar flottum fötum.

Ég er búin að vera með honum í svolítið langan tíma og þetta er nú frekar farið að bögga mig, getiði plís hjálpað mér.

P.S. ég vil ekki vera stjórnsöm við hann, ég vil bara ekki þurfa að vera lögð í einelti fyrir smámál sem auðvelt er að laga.
P.S.2. Ég veit líka að klæðaburðurinn skiptir ekki máli, það er innri fegurð, en þetta böggar mig bara svo mikið, ég er að brjálast.
P.S.3. Plz, ekki koma með skítaköst
Some past just can not be forgotten…