Ég er með leiðinlegasta hár í heimi og vantar einhverjar tillögur. Ég er að fara í klippingu á morgun (Þorláksmessu) og veit ekki enn hvað ég á að gera við þetta hár mitt. Það er fáránlega slétt, þykkt, (ég hef ekkert á móti því að hafa það þykkt samt) frekar sítt og fyrrverandi ljóst, en það er farið að dökkna soldið mikið.
Ég er ekki endilega að spá í liði eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað til að lífga aðeins uppá hárið. Eitthvað styttra kemur alveg til greina. Ég er líka að spá í litun, en það verður bara aðeins ljósara.
Svo er eitt enn…ég í ballett og ég verð að geta sett tagl og hnút í hárið, þess vegna hefur verið næstum vonlaust að breyta mikið til. Pff vesen, viljiði hjálpa, já?

By the way, ég er kvenkyns.
Allt sagt með hálfri virðingu.