Bólur…já það kannast margir við þær hugsa ég. Bólur eru andstyggilegur húðsjúkdómur sem leggst helst á unglinga einmitt þegar þeir eru sem viðkvæmastir fyrir útliti sínu. Systir mín fékk hræðilegar bólur um andlit, bringu og bak og henni leið rosalega illa með þær og varð mjög feimin og hlédræg vegna þeirra. Hún sagði mér frá sálrænum áhrifunum sem bólurnar höfðu á hana, stundum langaði hana ekki út þegar hún horfði í spegil og sá andlitið á sér heldur brast í grát og var heima allan daginn inni í herberginu sínu. Henni var strítt og hún eignaðist ekki kærasta fyrr en á þriðja ári í menntó þegar hún losnaði við bólurnar. Henni leið mun betur og hún þroði að taka þátt í einstaklingskeppnum og sýna hvað í henni bjó. Hún eignaðist marga vini og öllum fannst hún algert “megababe”. Ég skil þetta ekki. Afhverju gátu strákarnir ekki séð neitt við hana bara vegna þess að hún var með bólur? Hvers vegna sáu vinir hennar það ekki heldur? Það er ótrúlegt hversu grunnhyggin við erum…útlisdýrkunin er drastísk. Segið ykkar álit! Engin skítköst takk.
Ég hef mínar skoðanir…