Arrgg Ég er 13 ára og er 177 cm og 77 kg. Ég þoli ekki þegar ég er segi við vinkonur mínar að mér finnist ég vera feit en þær segja bara, æjji þú ert sooo stór og með svo mikla vöðva, þú ert ekkert feit. Málið hjá mér er að ég er með svona frekar granna fætur en svo þegar buxurnar enda - blúpps! öll fitan beit útí loftið, keppir dauðans! Svo held ég meiraðsegja að ég sé háð nammi sko:| ég hef oft reynt að fara í megrun, eða bara sleppa nammi en ég bara “gleymi” því alltaf og kaupi mér óvart nammi…. Svo er t.d. ein vinkona mín mjöööög mjó með alveg sléttann maga og hún er algjör nammigrís, og hún býr næstum hliðina á sjoppu, þúst, hún er svona týpa sem fitnar aldrei sama hvað hún borðar..:S Og svo er ein manneskja í lífi mínu sem gefur mér hvað sem er, næstum því. Alltaf að gefa mér nammi og ís og ég bara er algjör aumingji að segja ekki bara nei, takk. Ég þoli þetta ekki. Ég er líka að æfa fótbolta og hef gert það í 4 ár en samt léttist ég nánast ekkert.. ég er líka búin að taka út fullan vöxt, ég stækka ekki meira þannig ég get strikað það út. Ég bara veit ekki hvað ég get gert.

engin skítköst, takk