Halló!.. sko þannig er mál með vexti, ég er með fáránlegar augabrýr, alltaf þegar ég lita þær þá eru þær samt þvílíkt ljósar og enn ljósari fremst og síðan fer liturinn af bara í næstu sturtu… en það er annað sko ég verð alltaf geggjað rauð þegar ég er búin að lita þær… þá meina ég húðin verður rauð! Eins og ég litaði þær á fimmtudagskvölið og þá voru þær alltílæ og ég var ekkert smá ánægð en neinei daginn eftir voru þær eins og ég veit ekki hvað, þvílíkt rauðar og mig klæjaði þvílíkt! Ætli þetta sé ofnæmi eða hvað? Getur einhver sagt mér það?
En allavega takk fyrir! vona að þið vitið svarið við öllum þessum spurningum mínum!