Ég hef seinustu þrjú ár verið ótrúlega spennt fyrir litalinsum. Mér finnst alveg geðveikt sniðugt að maður geti bara breytt um augnlit. Ég hef prófað safírbláar linsur, fjólubláar og hunangsbrúnar linsur og mig langar alveg geðveikt að prófa bleikar linsur (ef ég finn svoleiðis) :) En hvað finnst fólki eiginlega um þetta? Ég veit ekki um neinn sem kaupir sér litalinsur. Eru litalinsur ekkert í tísku? Ég sá að það stóð í blaði nýlega (held það hafi verið orðlaus) að það sé ekki flott að vera með litalinsur og það sé líka óþægilegt að tala við fólk með litalinsur. Hvað finnst ykkur um það?