Mér finnst svo skrítið hvernig heimurinn er orðinn. Þessi módel svokölluðu eru ekkert nema anorexíusjúklingar eða verðandi anorexíusjúklingar. Svo þessar fegurðarsamkeppnir. Það er enginn fallegri en annar!
Hvað er fólk að pæla að bera konur saman og velja eina sem skarar framúr!
Hvað með stúlkurnar sem enda í öðru sæti. Ég hugsa að það sé ekkert gaman að vera NÆST fallegasta stúlkan á Íslandi eða eitthvað.
Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér þetta bara kjaftæði. En ykkur?
Það er svona í skólanum mínum: ungfrú x-skóli, (vil ekki skrifa nafnið á skólanum :P) herra x-skóli…þetta er bara fáránlegt hvernig þetta er orið…og nú þurfa allir að vera svo fullkomnir og ganga í eins fötum og verða að vera merkjavörur og allir eiga að vera grannir! Óþolandi ef ég á að segja eins og er….maður fær ekki að vera í öðruvísi fötum en aðrir án þess að fólk pískri eitthvað ljótt um mann.
Svo eru allir svo hræddir ef þeir eru ekki í tískunni…ekki það að ég sé eitthvað á móti tískunni og að fólk megi alveg vera grannt og sætt…nú veit ég að sumir segja að maður verði ekkert endilega að fylgja tískunni en það er svona smá þrýstingur á manni…mig langar svolítið að vita hvað ykkur finnst :)